Um Gumma Emil

Ég hef þjálfað í fimm ár frá sumrinu 2019 og hjálpað yfir 1.000 manns að ná betri heilsu og auknu sjálfstrausti. Með hverjum og einum hef ég lagt áherslu á að byggja upp þekkingu og verkfæri sem þau geta nýtt sér fyrir lífstíð. Fyrir mér snýst þetta ferli um samvinnu þar sem við finnum það sem virkar best fyrir þig – saman vinnum við að því að koma líkamanum þínum í sitt besta form. Andleg líðan er jafn mikilvæg og líkamleg heilsa, enda er tengingin milli líkama og sálar órofin og heildræn.

Ég byrjaði að stunda líkamsrækt fyrir tólf árum og á því ferðalagi hef ég prófað ótal aðferðir og gert endalausar tilraunir á sjálfum mér. Þannig hef ég sankað að mér dýrmætri reynslu og þekkingu sem ég miðla áfram til þín. Frá því ég aðstoðaði fyrst vin minn Pétur Kiernan með þjálfun og næringu árið 2016, hef ég verið heillaður af því að hjálpa fólki – að vera til staðar, fræða og styðja það á sinni vegferð í átt að betra lífi, jafnt líkamlega sem andlega.

Ég lofa þér að leggja hjarta mitt og sál í okkar samstarf og mun gera mitt allra besta til að styðja þig í átt að markmiðum þínum. Ég er 26 ára en hef gengið í gegnum hindranir og áskoranir sem hafa kennt mér að við getum sigrast á hverju sem er – allt byrjar í hausnum. Við verðum að sjá fyrir okkur það sem við viljum afreka og síðan vinna að því með staðfestu og einurð. Ég trúi því að þú hafir innan í þér kraftinn, máttinn og dýrðina til að skapa þá útkomu sem þú sækist eftir.