HomeÁrangurssögur

Árangurssögur

Nökkvi Fjalar

Ég er þakklátur fyrir það að hafa kynnst Gemil og ég er þakklátur fyrir það að vera í þjálfun hjá Gemil. Það er enginn þarna úti sem getur komið okkur í líkamlegt form nema við sjálf. En það er svo mikilvægt að hafa rétta einstaklinginn í því að leiðbeina okkur og hvetja okkur áfram.  Að mínu mati þá er enginn sem gerir það jafn vel og hann Gemil. Hann er með ástríðu á heimsmælikvarða til þess að aðstoða mig og þá sem koma til hans í þjálfun við að bæta sína líkamlegu heilsu. Gemil leggur sig allan fram og ég finn það að hann hefur tileinkað lífi sínu að bæta alla þá sem skrá sig í þjálfun til hans og þá sem fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum. That’s it, that’s the Gemil training!

Helga Þóra

Ég hef verið í þjálfun hjá Gumma Emil og get svo sannarlega mælt með því. Hann er virkilega hvetjandi og biður uppá fjölbreyttar æfingar og mikið stuð. gummi hvetur mig áfram og passar að maður sé ekki að gefast upp. ég hef lært mjög mikið um næringu og hvernig á að byggja vöðva. hef séð mikinn árangur síðan ég byrjaði ekki síður andlegri heilsu en líkamlegri.

Aron Kristinn (ClubDub)

Áður en ég byrjaði í GEMIL TRAINING var ég super linur og aumur. Nú er ég ekkert eðlilega stinnur og sterkur. Bætti við mig 10 kg af vöðvum á 4 mánuðum. Shit hvað þetta er gaman.

Elín Ísold

Gæti ekki mælt meira með þjálfun hjá Gumma, hvort sem það er fjarþjálfun eða einkaþjálfun! Miklu meira en bara þjálfari heldur líka minn helsti peppari og motivator! Geggjaðar æfingar og geggjuð prógröm sem henta þér persónulega og byggjast á þínum markmiðum og hjálpaði hann mér að ná mínum markmiðum og meira en það!!

Arnar Gauti (Lil Curly)

Hvað lærði ég af Gemil? Hætti að fara í átak og gerði þetta að lífsstíl

Pétur Kiernan

Gæti ekki mælt meira með Gemil Training. Hann hefur kennt mér allt frá því að spenna magann í hnébeygjum í að skera epli í grautinn

Sindri Snær Jensson

Guðmundur Emil er einstaklega metnaðarfullur þjálfari sem keyrir mann virkilega áfram en þó á skynsaman hátt. Gummi er ávallt jákvæður og hvetjandi sem skiptir mig miklu máli. Æfingarnar eru fjölbreyttar og Gummi er alltaf með mér í liði og vill að ég nái árangri. Það sem kom mér mest á óvart hjá Gumma er hversu mikið aðhald hann sýnir mér gagnvart mataræði og andlegri heilsu. Gummi spáir í næringarinntöku mína, svefn og fleiri þætti og hagar æfingum eftir því. Að æfa hjá Gumma á Nesinu er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma.

Beggi Ólafs

Ég byrjaði í þjálfun hjá Gumma í byrjun árs 2022 og ég sé svo alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Ég vissi að Gummi kynni sitt fag og ég vildi styrkjast. Ég get sagt með fullri vissu að ég hef aldrei verið í jafn góðu standi. Án Gumma hefði ég aldrei orðið svona sterkur og hraustur. Prógrömmin hans eru sett mjög vel upp og hann tekur alltaf mið af þörfum manns hverju sinni. Þekkingin hans um líkamsrækt og almenn heilbrigði eru á heimsmælikvarða. Hann hefur kennt mér að nota betri tækni í ræktinni og hvatt mig verulega mikið áfram í minni vegferð. Mér líður alltaf eins og minn sigur sé sigurinn hans og það er ekki sjálfgefið. Það sem ég fýla við Gumma er að hann er grjótharður en samt skilningsríkur og varkhár. Hann vill því að maður bæti sig á heilbrigðan máta. Maður finnur að hann vill að maður bætir sig og hann leggur allt í prógrömmin og hefur einlægan áhuga á manns eigin velfarnað. Ég get ekki mælt nógu mikið með Coach Gemil ef þú vilt styrkjast, verða hraustari og heilbrigðari.

Flóni

Gummi emil er hinn fullkomni einkaþjálfari og vinur. Hann motiverar þig áfram og peppar þig sama hvort þú sért uppi eða niðri. Hann er metnaðarfullur við hverja æfingu og tekur sinn tíma í að hjálpa þér að ná þínum markmiðum í líkamsþjálfun. Ég mæli með að allir prófi GEMIL TRAINING.

Skráðu þig í þjálfun og byrjum að sigra!

Skráðu þig á póstlistann!

Allur réttur áskilinn © 2024 Vefur hannaður af Alpha – Coaching & Consulting